Hamingja og heilsa er sjö daga endurnærandi ferð fyrir allar konur sem vilja efla sinn innri styrk og njóta slökunar í fallega strandbænum Tossa de Mar á Spáni sem er umvafinn stórkostlegri náttúru þar sem hægt er að njóta sólar og synda í tærum sjó. 

Hamingja og heilsa í Tossa de Mar  20.-27.maí 2024

Fararstjóri

Bjargey Ingólfsdóttir

Fararstjóri, fyrirlesari og eigandi Frelsaðu kraftinn.

Bjargey hefur um árabil farið með hópa af konum í endurnærandi heilsuferðir erlendis þar sem hún hefur kennt námskeiðið Leiðina að hjartanu sem er uppbyggjandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur. Bjargey er með B.A. próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, er höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili og fæðingardoula. 

Hún starfar sem fararstjóri, leiðbeinandi á námskeiðum hjá Mín besta heilsa og fyrirlesari. Bjargey gaf út dagbókina Hamingjubók sem hún notar á öllum námskeiðum, en með dagbókinni er hægt að halda heildrænt utan um sína heilsu, læra að tileinka sér meiri sjálfsumhyggju og skrifa hugleiðingar, markmið og drauma.

Bjargey hefur mikla ástríðu fyrir því að valdefla konur, fræða um heilsu og kenna heildrænar aðferðir við að auka vellíðan og hamingju í sínu lífi. Bjargey notar náttúrumeðferð og sálvefræna losun í kennslu á námskeiðinu en hún mun leiða hugleiðslur á ströndinni ásamt því að vera með fræðslu í vinnustofum sem fara fram á hótelinu og úti í náttúrunni.

Hægt er að fylgjast með Bjargeyju á samfélagsmiðlum undir @bjargeyogco á Instagram.

Dagskrá:

20. maí - mánudagur  Komudagur

Flogið er með PLAY til Barcelona brottför í KEF kl.14:50. Lending í BCN 21:10. Flugnúmer OG614.

Farþegar verða keyrðir frá flugvellinum til Tossa de Mar en aksturinn tekur eina og hálfa klst. Við komuna á hótelið bíður kvöldhressing.

Birt með fyrirvara um breytingar

21. maí - þriðjudagur

10:00-11:00 Slökun og hugleiðsla á ströndinni.

Bjargey segir frá fyrirkomulagi námskeiðsins og hópurinn kynnist. 

Frjáls dagur til að hvílast eftir ferðalagið og skoða umhverfið.

Sameiginlegur kvöldverður kl 20:00 á Hótel Gran Reymar.

22. maí - miðvikudagur

Leiðin að hjartanu - fyrirlestrar og vinnustofa á hótelinu kl. 10:30-13:00.

Tenging hugar og hjarta.

Náttúrumeðferð og vellíðan.

Sameiginlegur hádegisverður á hótelinu eftir vinnustofuna.

Frjáls tími eftir hádegi.

23. maí - fimmtudagur

Samvera, hugleiðsla og slökun kl. 10:00-11:30 á ströndinni.

16:00 Gönguferð í kastalann þar sem gengið er upp að útsýnispalli og hægt að sjá stórbrotið útsýni yfir Tossa de Mar og hafið. Gönguferðin er róleg ganga þar sem við stoppum nokkrum sinnum til að njóta útsýnis.

24. maí - föstudagur

Frjáls dagur til að slaka á og njóta lífsins í sólinni.

Þær sem vilja geta farið saman í leigubíl til Girona þar sem hægt er að finna verslunarmiðstöð og úrval minni verslana eða skoða borgina sem er einstaklega falleg.

Hægt er að fara í bátsferð frá ströndinni í Tossa de Mar inn í litlu víkurnar Cala Bona og Cala Pola, en þar er hægt að synda í tærum sjó og snorkla.

Bjargey getur aðstoðað við skipulagningu á ferð til Girona eða bátsferð fyrir þær sem vilja.

25. maí - laugardagur

Leiðin að hjartanu - fyrirlestrar og vinnustofa á hótelinu kl. 10:30-13:00.

Hvernig verða draumar okkar að veruleika?

Að lifa lífinu til fulls í sátt og vellíðan.

Sameiginlegur hádegisverður á hótelinu eftir vinnustofuna.

Frjáls tími eftir hádegi.

26. maí - sunnudagur

Samvera og hugleiðsla á ströndinni kl. 10:00 – 11:30.

Frjáls tími yfir daginn.

18:00 Sameiginlegur kvöldverður síðasta kvöldið okkar saman í miðbænum á huggulegum veitingastað.

Hver og ein greiðir fyrir sig í mat og drykk, gott er að hafa evrur í seðlum fyrir þessa sameiginlegu ferð svo það sé auðvelt að greiða reikninginn í lokin.

27. maí - mánudagur

Farið er út á flugvöll seinnipart dags, flugið frá Barcelona er kl.22:10 og lending í Keflavík 00:45 eftir miðnætti. Flugnúmer OG615.

Verð frá:

Gisting í 7 nætur á Gran Hotel Reymar

Hálft fæði - morgunverður og annað hvort hádegis- eða kvöldverður alla dagana sem gist er.

Gönguferð 2 klst.

Dagbókin Hamingjubók

Hugleiðsla og slökun á ströndinni 3 skipti samtals 4,5 klst.

Námskeið og vinnustofur 2,5 klst. tvö skipti - samtals 5 klst.

259.900 kr. á mann miðað við tvær saman í herbergi

304.800 kr. í einstaklingsherbergi

Hægt er að uppfæra sig í herbergi með sjávarsýn.

Ath. Eingöngu 18 sæti eru í boði í þessa ferð.

Innifalið:

Flug með PLAY til BARCELONA 20. maí 2024

Flug með PLAY til Íslands 27. maí 2024

Innritaður farangur 20 kg.

Íslensk fararstjórn

Akstur til og frá flugvelli að hóteli úti á Spáni